Sumarið nálgast og því styttist óðfluga í að tími útiveitinga gangi í garð.
Af því tilefni hefur Reykjavíkurborg minnt á að veitingastaðir sem vilja bjóða gestum sínum áfengar veitingar á útisvæði þurfa að vera með heimild fyrir útiveitingum í rekstrarleyfi veitingastaðarins.
Sumir staðir geta notað eigin lóð en allir geta sótt um afnot af borgarlandi. Rekstraraðilum sem selja ekki áfengar veitingar er heimilað að setja borð og stóla upp við húsvegg án frekari leyfa.
Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, laugardag.