Börnin „heim“ í sumar

Kostnaður við breytingar á húsnæðinu var þá tæplega 1,3 milljarðar …
Kostnaður við breytingar á húsnæðinu var þá tæplega 1,3 milljarðar króna. mbl.is/sisi

Framkvæmdir við leikskólann Brákarborg við Kleppsveg ganga vel. Búist er við að starfsemi skólans flytji aftur „heim“ eftir sumarfrí. Þessar upplýsingar fékk Morgunblaðið hjá Reykjavíkurborg.

Brákarborg flutti á Kleppsveg 150-152 í lok sumars 2022, en í húsnæðinu var áður kynlífstækjaverslunin Adam og Eva. Kostnaður við breytingar á húsnæðinu var þá tæplega 1,3 milljarðar króna.

Ákveðið var síðsumars 2024 að loka leikskólanum og var starfsemin til bráðabirgða flutt í Ármúla. Ástæðan var galli við hönnun eða byggingu skólans en álag af steypu og torfi á þaki leikskólans reyndist of mikið.

Viðgerðir voru boðnar út og átti Ístak lægsta tilboðið, rúmar 223 milljónir króna.

Borgarráð samþykkti að hafin yrði rannsókn á því hvað hefði farið úrskeiðis við framkvæmdina og hvar ábyrgðin liggur. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert