Embætti skrifstofustjóra Alþingis laust til umsóknar

Umsóknarfrestur er til og með 31. mars en ráðið verður …
Umsóknarfrestur er til og með 31. mars en ráðið verður í embættið frá 1. ágúst næstkomandi. mbl.is/Hari

Embætti skrifstofustjóra Alþingis hefur verið auglýst laust til umsóknar en Ragna Árnadóttir, sem hefur gegnt embættinu fá 1. september 2019, lætur af störfum þann 1. ágúst og tekur við starfi forstjóra Landsnets.

Á vef Alþings kemur fram að leitað sé að öflugum, framtakssömum og framsýnum einstaklingi til að gegna forystu- og trúnaðarstörfum í krefjandi og skemmtilegu starfsumhverfi. Viðkomandi þarf því að búa yfir framúrskarandi forystu- og samskiptahæfni og getu til að virkja fólk til samstarfs.

„Skrifstofustjóri Alþingis annast stjórnsýslu þingsins í umboði forseta Alþings og hefur umsjón með fjárreiðum þess, framkvæmdum og eignum. Þá ber skrifstofustjóri ábyrgð á stefnumörkun og starfsemi skrifstofunnar, aðstoðar forseta Alþings við stjórn þingsins og leiðir þá þjónustu og sérfræðiaðstoð sem veitt er af hálfu skrifstofunnar,“ segir á vef Alþingis.

Umsóknarfrestur er til og með 31. mars en ráðið verður í embættið frá 1. ágúst. Forsætisnefnd Alþings ræður skrifstofustjóra til sex ára í senn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert