Hugmyndin var djörf á sínum tíma

„Við leggjum mikla áherslu á að hér eigi allir að …
„Við leggjum mikla áherslu á að hér eigi allir að geta verið í sátt og samlyndi, og við leggjum mikið á okkur til að það raungerist á hverjum degi,“ segir Margrét Theodórsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Þetta er ynd­is­legt gam­alt hús og við nýt­um all­ar vist­ar­ver­ur mjög vel, hvern ein­asta fer­metra, líka und­ir súð. Þetta er gamla Búnaðarfé­lags­húsið sem var byggt 1906 fyr­ir starf­semi fé­lags­ins og uppi á þriðju hæð var rit­stjóri Búnaðarfé­lags­rits­ins Freys með sína aðstöðu, en þar bjó líka fjöl­skylda. Eft­ir að Búnaðarfé­lagið færði sig yfir á Hót­el Sögu voru hér til húsa Fóst­ur­skól­inn og Leik­list­ar­skóli Íslands, en und­an­farna tæpa fjóra ára­tugi hef­ur skól­inn okk­ar verið hér til húsa,“ seg­ir Mar­grét Theo­dórs­dótt­ir skóla­stjóri Tjarn­ar­skóla þegar hún leiðir blaðamann um hlý­leg­ar vist­ar­ver­ur skól­ans þar sem brak­ar í göml­um gólf­fjöl­um með sögu.

Tjarn­ar­skóli er ein­vörðungu fyr­ir ung­linga­stigið, átt­unda, ní­unda og tí­unda bekk, og er sjálf­stætt rek­inn skóli sem fagn­ar 40 ára af­mæli í dag með viðburði í Iðnó og Tjarn­ar­skóla­hús­inu. Mar­grét og María Sól­veig Héðins­dótt­ir vin­kona henn­ar stofnuðu skól­ann fyr­ir þeim fjór­um ára­tug­um og frá fyrsta degi voru þær sam­an skóla­stjór­ar.

Vinkonur. Margrét og María Sólveig stýrðu saman skólanum í 15 …
Vin­kon­ur. Mar­grét og María Sól­veig stýrðu sam­an skól­an­um í 15 ár.

„Við höfðum þann hátt­inn á að við deild­um með okk­ur störf­um, enda mik­il vinna að stofna og reka bæði skóla og fyr­ir­tækið sem skól­inn er. Við stúkuðum okk­ur aldrei af, held­ur vor­um með aðstöðu á kenn­ara­stof­unni, enda störfuðum við báðar alltaf líka sem kenn­ar­ar í fullu starfi hér með skóla­stjórn­inni. Við María vor­um með jafna ábyrgð og gát­um alltaf stígið inn í verk hvor annarr­ar, hvort sem það var kennsla eða annað,“ seg­ir Mar­grét og bæt­ir við að hún hafi stund­um verið í meira en fullu starfi sem kenn­ari við skól­ann, auk þess að vera skóla­stýra, og fyr­ir vikið var hún oft langt fram á kvöld í vinn­unni og stund­um líka um helg­ar.

„Þetta hef­ur verið hug­sjón­astarf okk­ar og við María Sól­veig vor­um sam­an í þessu til árs­ins 2000, eða í 15 ár, en þá hætti hún. Ég hélt áfram ein sem skóla­stýra, en frá upp­hafi höf­um við verið ein­stak­lega heppn­ar með starfs­fólk og hér hef­ur verið lít­il starfs­manna­velta. Núna er ég að draga mig út úr þessu smám sam­an, en tvær kon­ur í kenn­araliði mínu, þær Birna Dís Björns­dótt­ir og Sig­ur­borg Pálína Her­manns­dótt­ir, hafa tekið við skóla­stjórn­inni að mestu. Þær ætla að hafa þann hátt á sem við María höfðum og sjá sam­an um skóla­stjórn­ina.“

Mar­grét seg­ir að hún og María Sól­veig muni hvor­ug hvar fræið byrjaði að spíra, hvernig það kom til að þeim datt í hug að stofna skóla upp á sitt ein­dæmi.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu sem kom út fimmtu­dag­inn 13. mars. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert