Hvernig er best að verjast netsvikum?

Pósturinn hefur nú sent frá sér upplýsingar um hvernig skuli …
Pósturinn hefur nú sent frá sér upplýsingar um hvernig skuli verjast því að verða fyrir netsvikum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekk­ert lát virðist vera á nets­vindli þar sem óprúttn­ir aðilar þykj­ast vera ís­lensk fyr­ir­tæki til að svíkja fé út úr fólki. Póst­ur­inn er því miður eitt þeirra fyr­ir­tækja og hef­ur nú sent frá sér ábend­ing­ar um hvernig forðast megi að verða fyr­ir svik­um.

Í til­kynn­ingu frá Póst­in­um kem­ur fram að einna helst sé verið að senda fölsuð skila­boð í tölvu­pósti eða smá­skila­boðum og viðtak­anda sagt að hann eigi von á send­ingu sem ekki hafi verið hægt að af­henda.

Það sé þó ein­falt að leysa úr mál­inu ef viðtak­andi smelli á meðfylgj­andi hlekk til að ganga frá greiðslu eða gefa upp viðkvæm­ar per­sónu- og greiðslu­upp­lýs­ing­ar.

Best að fylgj­ast með send­ing­um á Mín­um síðum

Í til­kynn­ingu Pósts­ins kem­ur fram að fyr­ir­tækið svari mörg­um fyr­ir­spurn­um um nets­vindl dag­lega.

En hvernig er þá hægt að verj­ast net­glæpa­mönn­um sem reyna að svindla á viðskipta­vin­um?

„Best er að skrá sig á Mín­ar síður á heimasíðu okk­ar, post­ur­inn.is, eða í Póst-appið,“ er haft eft­ir Fann­eyju B. Pét­urs­dótt­ur, þjón­ust­u­stjóra hjá Póst­in­um.

„Þar geta viðskipta­vin­ir séð yf­ir­lit yfir þær send­ing­ar sem eru á leiðinni eða gengið úr skugga um að það sé eng­in send­ing vænt­an­leg og borið sam­an send­ing­ar­núm­er.“

Skoða net­föng, mál­far og orðalag vand­lega

Þá er viðskipta­vin­um bent á að skoða net­föng send­anda vel og seg­ir í til­kynn­ing­unni að net­fangið chipslepsz7@hot­mail.com sé t.d. net­fang sem ætti að hringja viðvör­un­ar­bjöll­um.

Stund­um líkj­ast net­föng­in þó net­föng­um frá viðkom­andi fyr­ir­tæki en eru ör­lítið frá­brugðin eins og t.d. með tölu­stöf­um í miðju net­fangi eða vef­slóð.

Einnig er viðskipta­vin­um bent á að skoða mál­far og orðalag vand­lega þar sem mörg svika­skila­boð inni­halda staf­setn­ing­ar- og/​eða mál­far­svill­ur sem gefa til kynna að um svik sé að ræða.

„Dæmi um orðalag í svika­pósti sem viðskipta­vini okk­ar barst ný­lega: „Pakk­inn þinn er kom­inn á vöru­hús okk­ar á staðnum en hef­ur ekki verið af­hent­ur vegna rangs send­ing­ar­heim­il­is eða ófull­nægj­andi upp­lýs­inga.“ Svo er hlekk­ur sem viðskipta­vin­ur er beðinn um að smella á og seg­ir í skila­boðunum: „Svaraðu Y og opnaðu SMS-virkj­un­ar­tengil­inn aft­ur eða af­ritaðu tengil­inn og opnaðu hann í vafra,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Aldrei gefa upp korta­upp­lýs­ing­ar eða viðkvæm­ar per­sónu­upp­lýs­ing­ar

Þá skuli aldrei smella á neina hlekki eða opna viðhengi í aug­lýs­ing­um, skila­boðum eða tölvu­póst­um þar sem upp­run­inn er óljós.

Sömu­leiðis skulu ekki gefa upp korta­upp­lýs­ing­ar eða viðkvæm­ar per­sónu­upp­lýs­ing­ar á borð við kred­it­korta­núm­er, kenni­tölu, síma­núm­er og fleira.

Fanney B. Pétursdóttir, þjónustustjóri hjá Póstinum
Fann­ey B. Pét­urs­dótt­ir, þjón­ust­u­stjóri hjá Póst­in­um Ljós­mynd/​Póst­ur­inn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert