Íbúðir rísa á lóð Olís í Álfheimum

Þessi bensínstöð er með þeim allra stærstu í Reykjavík og …
Þessi bensínstöð er með þeim allra stærstu í Reykjavík og er mjög vinsæl og fjölsótt. Bensínafgreiðsla hófst að þessum stað árið 1959. mbl.is/sisi

Bensínstöðvum verður smám saman fækkað í Reykjavík og íbúðarhús byggð á lóðunum. Er það í samræmi við stefnu borgaryfirvalda um fækkun eldsneytisstöðva í þéttbýli.

Og nú er röðin komin að bensínstöð Olís við Álfheima/Suðurlandsbraut. Þar hefur verið rekin stór, afkastamikil og fjölsótt bensínstöð til áratuga. Einnig er þar verslun og veitingastarfsemi.

Á fundi skipulagsfulltrúa Reykjavíkur hinn 6. mars sl. var lögð fram umsókn Klasa ehf. fyrir hönd dótturfélagsins BBL 179 ehf. um breytingu á deiliskipulagi Heimahverfis vegna lóðarinnar nr. 49 við Álfheima. Í henni felst uppbygging tveggja fjölbýlishúsa á lóð í stað bensínstöðvar sem verður rifin og eldsneytistankar fjarlægðir.

Með umsókninni fylgja deiliskipulags- og skýringaruppdrættir unnir af THG arkitektum. Málinu var vísað til meðferðar verkefnastjóra skipulagsfulltrúa.

Fyrstu tillögur arkitekta að útliti fjölbýlishúsa við Álfheima.
Fyrstu tillögur arkitekta að útliti fjölbýlishúsa við Álfheima. Tölvumynd/THG arkitektar

Samkomulag við borgina

Tillagan var unnin á grundvelli samkomulags við Reykjavíkurborg frá árinu 2021 um þróun lóðarinnar vegna fækkunar bensínstöðva í borginni.

Á lóðinni, sem telst vera Álfheimar 49, er áformað að reisa íbúðarhús með allt að 85 íbúðum. Bygging á reit A, næst Glæsibæ, samanstendur af tveimur punkthúsum sem tengjast með tveggja hæða lágbyggingu. Á reit B verði íbúðarhús sem samanstendur af tveimur punkthúsum með þriggja hæða lágbyggingu sem tengir þau.

Byggingarnar ásamt bílakjallara verði samtals 13.280 fermetrar. Tölvumyndir fylgja umsókninni af húsunum en væntanlega mun útlitið taka einhverjum breytingum efir því sem verkefninu vindur fram. Bílastæði verða 60 og hjólastæði 166.

Nánar má lesa um málið í laugardagsblaði Morgunblaðsins. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert