Kona gekk í skrokk á konu

Sjúkraflutningamenn óskuðu eftir aðstoð lögreglu.
Sjúkraflutningamenn óskuðu eftir aðstoð lögreglu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kona var flutt á sjúkrahús eftir að kona réðst á hana í Hlíðunum í Reykjavík í gærkvöld.

Heimir Ríkarðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við mbl.is að sjúkraflutningamenn hafi óskað eftir aðstoð lögreglu.

Hann segir að konan sem varð fyrir árásinni hafi verið talsvert lemstruð. Talið var að hún væri rifbeinsbrotin en konunum hafði eitthvað sinnast sem endaði með því að önnur konan gekk í skrokk á hinni.

Heimir segir að árásaraðilinn hafi verið farinn af vettvangi þegar lögreglan kom á staðinn en vitað er hver hann er. Hann segir að ekki komi fram í málinu hvort þær þekktust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert