Stórfelld líkamsárás til rannsóknar

Verkefni lögreglu eru fjölbreytt.
Verkefni lögreglu eru fjölbreytt. Ljósmynd/Colourbox

Stórfelld líkamsárás er til rannsóknar hjá lögreglu. Árásin átti sér stað í hverfi 105.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu þar sem greint er frá verkefnum lögreglu frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun. 

Einnig er lögregla með rán til rannsóknar þar sem árásarþola var ógnað með hníf. 

Fimm leigubílstjórar sektaðir

Lögregla hafði eftirlit með akstri leigubifreiða í miðborg Reykjarvíkur. Í dagbókinni kemur fram að margt hafi verið í ólagi og sektaði lögregla fimm ökumenn fyrir umferðarlagabrot.

Þá var lögreglu tilkynnt um ölvaða aðila í hverfi 105. Þeir börðu á glugga í hverfinu og öskruðu. Einnig var tilkynnt um ungmenni sem sprengdu flugelda í hverfi 108.

Í Breiðholti var tilkynnt um umferðarslys, en það var minniháttar. Einnig var tilkynnt um umferðarslys í hverfi 110. Ekki voru slys á fólki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert