Ákvörðun um atkvæðagreiðslu tekin á morgun

Það stefnir í verkfall sjúkraflutningamanna.
Það stefnir í verkfall sjúkraflutningamanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tek­in verður ákvörðun á morg­un hvort boðað verði til at­kvæðagreiðslu um verk­falls­boðun sjúkra­flutn­inga­manna sem starfa hjá heil­brigðis­stofn­un­um.

Kjararáð Lands­sam­bands slökkviliðs- og sjúkra­flutn­inga­manna (LSS) fund­ar á morg­un þar sem sú ákvörðun verður tek­in.

„Það þarf að fara í at­kvæðagreiðslu og að til­kynna slíkt með 15 daga fyr­ir­vara.“

Þetta seg­ir Bjarni Ingimars­son, formaður LSS, í sam­tali við mbl.is.

Sam­tal við sveit­ar­fé­lög geng­ur ágæt­lega

Á morg­un mun samn­inga­nefnd LSS funda með samn­inga­nefnd Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga en það sam­tal geng­ur ágæt­lega að sögn Bjarna.

Eng­inn fund­ur hef­ur verið boðaður í deil­unni með samn­inga­nefnd rík­is­ins.

Samn­ingaviðræður við samn­inga­nefnd rík­is­ins stranda á launamun milli rík­is og sveit­ar­fé­laga en þeir sem starfa í sjúkra­flutn­ing­um hjá sveit­ar­fé­lög­um eru á allt að 20% hærra kaupi en þeir sem starfa hjá rík­inu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert