„Erum bara í miðju kafi“

Kjaradeila FÍL við Borgarleikhúsið er í hnút.
Kjaradeila FÍL við Borgarleikhúsið er í hnút. mbl.is/Kristinn Magnússon

Birna Haf­stein, formaður Fé­lags ís­lenskra leik­ara og sviðslista­fólks (FÍL) seg­ist litl­ar nýj­ar upp­lýs­ing­ar geta gefið af kjara­deilu leik­ara og dans­ara við Borg­ar­leik­húsið.

„Akkúrat núna erum við bara í miðju kafi og ég geri ráð fyr­ir að það verði eitt­hvað að frétta með kvöld­inu.“

Nýju til­boði FÍL hafnað

Spurð hvort út­litið sé betra en það hef­ur verið seg­ist Birna ekki ætla að segja það. „Ég ætla bara að segja að það verði ör­ugg­lega eitt­hvað að frétta með kvöld­inu.“

Leik­ar­ar og dans­ar­ar við Borg­ar­leik­húsið hafa verið kjara­samn­ings­laus­ir síðan í upp­hafi síðasta árs. Svo virðist sem lítið hafi þokast í viðræðum.

Boðuð verk­föll hefjast á fimmtu­dag og munu hafa áhrif á sýn­ing­ar, einkum og sér í lagi sýn­ing­una: Þetta er Laddi.

FÍL gerði Borg­ar­leik­hús­inu nýtt til­boð á föstu­dag en því til­boði var hafnað á laug­ar­dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert