Heiða hættir sem formaður SÍS

Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri og formaður sambandsins.
Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri og formaður sambandsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir borg­ar­stjóri hyggst hætta sem formaður Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga á lands­fundi sam­bands­ins á fimmtu­dag. 

RÚV grein­ir frá þessu og seg­ir þetta koma fram í viðtali í Kast­ljósi í kvöld. Á frétta­vef RÚV seg­ir að Heiða hafi til­kynnti að hún muni stíga til hliðar á lands­fundi sam­bands­ins sem hald­inn er á fimmtu­dag. Nýr full­trúi yrði kos­inn í stjórn­ina í henn­ar stað.

Þungt and­rúms­loft í stjórn­inni

And­rúms­loftið í stjórn Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga hef­ur verið mjög þungt eft­ir að nýi borg­ar­stjór­inn klauf sig frá stjórn­inni í aðdrag­anda kjara­samn­inga við kenn­ara.

Stjórn­ar­menn hafa jafn­vel sagt að Heiða sé „rúin trausti“ inn­an sam­bands­ins eft­ir umrót vegna kjara­deilu við kenn­ara.

Auk þess hef­ur um­fjöll­un Morg­un­blaðsins um laun Heiðu, sem bæði borg­ar­stjóra og for­manns SÍS, einnig vakið at­hygli en hún hef­ur fengið 3,8 millj­ón­ir króna greidd­ar á mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert