Mild sunnanátt og strekkingsvindur

Sunnan- og vestanlands má búast við dálítilli vætu.
Sunnan- og vestanlands má búast við dálítilli vætu. mbl.is/Árni Sæberg

Bú­ast má við mildri sunna­nátt í dag og strekk­ings vindi norðvest­an til. Hæg­ara verður ann­ars staðar.

Sunn­an- og vest­an­lands má bú­ast við dá­lít­illi vætu, svipað og verið hef­ur síðustu daga. Létt­skýjað verður á Norðaust­ur- og Aust­ur­landi.

Suðvest­an gola eða kaldi verður á morg­un. All­víða skúr­ir og jafn­vel slydda verða um tíma við norðaust­ur­strönd­ina, en yf­ir­leitt þurrt aust­an­lands.

Á miðviku­dag er síðan út­lit fyr­ir suðaust­an golu eða kalda með stöku skúr­um um landið sunn­an- og vest­an­vert.

Veður­vef­ur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert