Rúða brotin á heilsugæslunni í Breiðholti

Heilsugæslan er við Hraunberg í Breiðholti.
Heilsugæslan er við Hraunberg í Breiðholti. mbl.is/Júlíus

Lögreglu barst í dag tilkynning um brotna rúðu á heilsugæslunni í Breiðholti.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem greint er frá verkefnum frá milli kl. 5 og 17 í dag.

Þar er einnig sagt frá fjórum innbrotum í Reykjavík, ýmist í heimahús, geymslur eða fyrirtæki.

Mjög ölvaðir aðilar voru einnig handteknir í miðborginni í dag og vistaðir í fangageymslum þar sem þeir voru taldir vera ógnandi við starfsfólk Samhjálpar.

Einn var handtekinn fyrir vörslu á þýfi „og öðru því tengdu“ segir í dagbókinni.

Auk þess var tilkynnt um mótorhjól á fótboltavelli í hverfi 113. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert