Sýknudómur stendur í morðmálinu í Neskaupstað

Alfreð myrti hjónin, að mati Héraðsdóms Austurlands, en hann var …
Alfreð myrti hjónin, að mati Héraðsdóms Austurlands, en hann var ekki talinn sakhæfur vegna andlega veikinda og þess vegna var hann sýknaður af kröfum ákæruvaldsins. mbl.is

Saksóknari hyggst ekki áfrýja sýknudómi í máli Alfreðs Erlings Þórðarsonar, sem banaði eldri hjónum í Neskaupstað í ágúst í fyrra.

Héraðsdómur Austurlands kom­st í síðustu viku að þeirri niður­stöðu að Al­freð hefði myrt hjón­in, en mat hann ósakhæf­an og sýknaði af refsi­kröfu ákæru­valds­ins.

Vísir hefur það eftir skriflegu svari Sigríðar J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara að embættið ætli sér ekki að áfrýja dómnum. Alfreð var gert að sæta ör­ygg­is­gæslu á viðeig­andi stofn­un og að greiða aðstand­end­um hjón­anna sem hann myrti sam­tals 31 millj­ón í bæt­ur.

Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari.
Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fram kom í dómi héraðsdóms að Al­freð væri tal­inn hættu­leg­ur sam­kvæmt dóm­kvödd­um mats­manni og það talið for­gangs­atriði að hann væri á rétt­ar­geðdeild til að tryggja bæði hans ör­yggi og ör­yggi starfs­fólks fang­elsa.

Morðvopnið í bílnum

Meðal gagna sem dóm­ur­inn vís­aði til voru framb­urður vitna sem sáu Al­freð á ferð við húsið og upp­taka úr eft­ir­lits­mynda­vél sem sýndi hann ná­lægt hús­inu á þeim tíma sem áætlað er að hjón­in hafi lát­ist og blóðug föt sem hann klædd­ist við hand­töku og voru glögg­lega þau sömu og hann var í á eft­ir­lits­upp­tök­unni.

DNA-rann­sókn var gerð á blóði sem fannst á hamri sem hann var með í bif­reið þegar hann var hand­tek­inn í Reykja­vík. Blóðið reynd­ist úr hon­um og hjón­un­um.

Að lok­um reynd­ust skóför á vett­vangi passa við þá skó sem Al­freð klædd­ist. Voru það einu skóför­in á vett­vangi sem höfðu stigið í blóð.

Viður­kenndi Al­freð fyr­ir dómi að hafa verið á heim­ili hjón­anna, en sagði þau hafa verið lát­in þegar hann kom á staðinn. Sagðist hann hafa fundið ham­ar­inn á gólfi baðher­berg­is í íbúð hjón­anna og að „vís­inda­menn­irn­ir“ hafi beðið hann um að taka þenn­an ham­ar með sér og taldi hann greini­legt að þau hafi notað ham­ar­inn á hvort annað. Sagðist hann jafn­framt hafa þrifið ham­ar­inn í eld­hús­vask­in­um.

Lögfull sönnun

Taldi dóm­ur­inn það vera hafið yfir skyn­sam­leg­an vafa að Al­freð hafi beitt hamr­in­um í at­lögu gegn hjón­un­um og þar með fram væri kom­in lög­full sönn­un þess að hann hafi veist að þeim í sam­ræmi við ákæru.

Er niðurstaða Héraðsdóms­ því að hann hafi myrt hjón­in.

Hins veg­ar er sam­kvæmt al­menn­um hegn­ing­ar­lög­um mælt fyr­ir að ekki skuli refsað þeim sem sök­um geðveiki, and­legs vanþroska eða hrörn­un­ar, rænu­skerðing­ar eða ann­ars sam­svar­andi ástands hafi verið alls ófær­ir á þeim tíma, er þeir unnu verkið, til að stjórna gerðum sín­um.

Dómkvaddur matsmaður sagðist ekki geta séð neina aðra túlkun mögulega en að Alfreð Erling hefði verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum á verknaðarstundu. Hann var þess vegna metinn ósakhæfur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert