Það má ekki gleyma sögu mislingafaraldra

Verið að bólusetja gegn mislingum á heilsugæslustöð í Reykjavík, en …
Verið að bólusetja gegn mislingum á heilsugæslustöð í Reykjavík, en að sögn sóttvarnalæknis eru bólusetningar lykilatriði í vörnum. mbl.is/Hari

Bólusetning er langáhrifaríkasta lausnin gegn útbreiðslu mislinga, sem er einn mest smitandi smitsjúkdómur sem við þekkjum,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir.

„Mislingafaraldurinn sem er kominn upp í Texas og Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum virðist eiga upptök sín í Texas í samfélagi Menúíta, þar sem lítið er um bólusetningar,“ segir hún. „Það skiptir mjög miklu máli að hátt hlutfall sé af bólusettum, því mislingar eru gríðarlega smitandi veirusjúkdómur.“

Tveir látist og tilfellum fjölgar

Vestanhafs hafa nú þegar tveir látist af völdum mislinga, eitt barn í Texas og fullorðinn einstaklingur í Nýju-Mexíkó og hvorugt var bólusett. Þá eru tilfelli sjúkdómsins að nálgast þrjú hundruð og mikil fjölgun síðustu daga. Mikill meirihluti smitaðra var ekki bólusettur.

„Þeir sem eru ekki bólusettir munu án efa smitast ef þeir komast í nálægð við smitaða einstaklinga.“

Mislingar eru veirusmit sem lýsir sér m.a. í útbrotum.
Mislingar eru veirusmit sem lýsir sér m.a. í útbrotum. Ljósmynd/Free Malaysia Today

Minni tiltrú á yfirvöldum

Guðrún segir að vestanhafs virðist vera sem tiltrú almennings á yfirvöldum hafi minnkað eftir covid-faraldurinn og það sé ein ástæða þess að færri eru bólusettir en voru fyrir covid. Hún segir að útbreidd orðræða gegn bólusetningum sé miður, því það geti valdið því að fólk velji að bólusetja ekki börn sín gegn hættulegum sjúkdómum. Hins vegar hafi verið vel þekkt á ákveðnum svæðum Bandaríkjanna, m.a. þessu samfélagi í Texas, að bólusetning sé ekki almenn.

Nánari umfjöllun má finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert