Þetta er ekki hægt að afsaka

Fangaklefi Umboðsmaður barna segir úrræðið brjóta gegn réttindum barna og …
Fangaklefi Umboðsmaður barna segir úrræðið brjóta gegn réttindum barna og kallar eftir tafarlausum aðgerðum mennta- og barnamálaráðherra.

Sal­vör Nor­dal umboðsmaður barna segir það hafa verið stefnu íslenskra stjórnvalda frá upphafi að koma í veg fyrir að börn séu vistuð í fangaklefum.

„Það hefur verið stefna og sýn stjórnvalda að við séum ekki samfélag sem vistar börn í fangaklefum. Núna er þetta úrræði á vegum stjórnvalda. Þetta er algjörlega ótækt að okkar mati,“ segir hún í samtali við Morgunblaðið.

Börn vistuð í einangrun

Skýrsla umboðsmanns Alþingis um neyðarvistun barna í fangageymslum á Flatahrauni varpar ljósi á gróflegt brot gegn réttindum barna með rekstri úrræðisins, sem starfrækt er af Barna- og fjölskyldustofu. Umhverfi og aðbúnaður hafa yfirbragð fangageymslu og í mörgum tilfellum eru börnin vistuð í einangrun. Engir gluggar eru í klefunum og ekki aðstaða til útiveru.

„Það er ekki hægt að afsaka það að nota þetta úrræði,“ segir Salvör, og bætir við, „viljum við virkilega búa í samfélagi sem kemur svona fram við veikasta hóp barna?“

Umboðsmaður barna ítrekar að notkun úrræðisins brjóti gegn grundvallarréttindum barna og segir mennta- og barnamálaráðherra verða að grípa til tafarlausra ráðstafana og sjá til þess að úrræðinu verði lokað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert