Verða fleiri ríki fyrir barðinu á Rússum?

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Hyggja Rúss­ar á frek­ari land­vinn­inga? Af hverju búa Eystra­salts­rík­in, Pól­land og Finn­ar sig und­ir bein átök við ná­granna sinn í austri? 

    Þetta er meðal þess sem rætt er í nýj­asta þætti Spurs­mála þar sem Tryggvi Hjalta­son, hernaðar- og varn­ar­mála­sér­fræðing­ur sit­ur fyr­ir svör­um.

    Ekki aug­ljóst hvað ger­ist næst

    Hann seg­ir ekki aug­ljóst að fleiri ríki verði fyr­ir barðinu á Rúss­um, hvenær sem átök­un­um í Úkraínu slot­ar.

    Bend­ir hann á að ef Rúss­um hefði tek­ist ætl­un­ar­verkið og þeir brotið Úkraínu und­ir sig á ör­fá­um dög­um hefði hætt­an á frek­ari útþenslu verið mun meiri.

    Nú þegar fyr­ir ligg­ur að rúss­neski her­inn á í mikl­um erfiðleik­um með að sækja fram og er kom­inn í hálf­gerða störu­keppni við úkraínska varn­ar­liðið þá er ekki endi­lega aug­ljóst mál að Rúss­ar geti lagst í vík­ing gagn­vart öðrum ná­granna­ríkj­um og bet­ur und­ir­bún­um.

    Þrátt fyr­ir hrak­far­ir Rúss­lands­hers þá sýndu Sví­ar og Finn­ar það mjög skýrt í upp­hafi átak­anna í Úkraínu að þeir vilja vera við öllu bún­ir. Gerðist það þegar rík­in tvö sóttu um aðild að NATO í mikl­um flýti. Eins hafa ríki á borð við Eist­land, Lett­land og Lit­há­en, svo ekki sé talað um Pól­land gert allt sem í þeirra valdi stend­ur til þess að efla varn­ar­viðbúnað sinn.

    Viðtalið við Tryggva má sjá og heyra í heild sinni í spil­ar­an­um hér að neðan:

    mbl.is
    Fleira áhugavert

    Innlent »

    Fleira áhugavert