Vona að sænskt granít endist lengur

Illa farin hraðahindrun á mótum Rauðarárstígs og Flókagötu. Slíkar má …
Illa farin hraðahindrun á mótum Rauðarárstígs og Flókagötu. Slíkar má víða finna um Reykjavík. Til stendur að ráða bót þar á. mbl.is/Kristófer Liljar

Sérfræðingar frá sænsku verkfræðistofunni Sweco voru Reykjavíkurborg til ráðgjafar þegar ákvörðun um útfærslu á nýjum hraðahindrunum í borginni var tekin.

Mikla athygli vakti þegar Morgunblaðið greindi frá því í byrjun síðustu viku að endurnýja ætti níu hraðahindranir og að kostnaður við hverja og eina væri á bilinu 20-24 milljónir króna. Margir lýstu furðu á kostnaði við þessa endurnýjun.

Í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Morgunblaðsins kemur fram að ástæða þess að ákveðið var að skipta yfir í nýja gerð hraðahindrana sé sú að núverandi hellulagðar hraðahindranir hafa ekki reynst nógu vel þar sem umferð þyngri bíla og strætó er meiri. Síðasta haust var fyrsta slíka hraðahindrunin gerð í Álfheimum.

Umtalsvert viðhald síðustu ár

„Bæði hafa myndast holur og sig framan við hraðahindranirnar og eins í hraðahindrununum sjálfum. Þá hefur verið mikið slit í hellum sem hefur kallað á umtalsvert viðhald á undanförnum árum,“ segir í svarinu.

Eins og kom fram í blaðinu felst í verkinu jarðvinna og jarðvegsfylling, malbikun, lítils háttar veituvinna, uppsetning umferðarmerkja og yfirborðsmerkingar, þökulagning og sáning auk fullnaðarfrágangs. Þá er ótalin niðursetning á granítkanti og forsteyptri graníteiningu en upprampar hraðahindrana og kantsteinar verða úr innfluttu graníti frá Svíþjóð.

Nánari umfjöllun má finna í Morgunblaðinu í dag.

Þessi hindrun, sem gerð var í haust, er sú fyrsta …
Þessi hindrun, sem gerð var í haust, er sú fyrsta af nýrri gerð. Ljósmynd/Reykjavíkurborg
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert