1.100 íbúðir eru á skipulagi

Hér sést yfir Hnjúkamóa þar sem verið er að reisa …
Hér sést yfir Hnjúkamóa þar sem verið er að reisa fjölbýlishús. Ögn fjær er gatan Klettamói. mbl.is/Sigurður Bogi

Í Þorlákshöfn eru alls 230 íbúðir af ýmsum stærðum og gerðum í smíðum um þessar mundir. Í bænum er áberandi bygging nokkurra fjölbýlishúsa við Hnjúkamóa, en sú gata er á vinstri hönd þegar ekið er inn í bæinn.

Að framkvæmdum þar standa byggingafélögin Stofnhús og Arnarhvoll, en hið síðarnefnda hefur einnig með höndum uppbyggingu í hinum nýja miðbæ í Þorlákshöfn.

Nýtt uppbyggingarsvæði í Þorlákshöfn er vestast í bænum, en þar eru lóðir fyrir par-, rað- og einbýlishús. Framkvæmdir eru hafnar við byggingu fjölda húsa þar.

Á þessum slóðum við Bárugötu er svo í byggingu leikskóli fyrir 80 börn, sem áformað er að opna í haust.

Elliði Vignisson sveitarstjóri
Elliði Vignisson sveitarstjóri

Íbúðir fyrir 35% fjölgun bæjarbúa

„Þær 230 íbúðir sem nú eru í byggingu hér í Þorlákshöfn ættu að taka alls um 700 íbúa. Miðað við að Þorlákshafnarbúar eru í dag um 2.000 verða umræddar íbúðir fyrir 35% fjölgun bæjarbúa,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss.

Í Þorlákshöfn er fyrirliggjandi skipulag fyrir alls um 1.100 íbúðir. Framkvæmdir við sumar þessar eignir eru hafnar en í öðrum tilvikum er verið að leggja götur eða mál enn á undirbúningsstigi.

Nánari umfjöllun má nálgast í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert