Ekkert starfsfólk „var í hættu“

Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík.
Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Maður varð var við aðgerðir lögreglu eins og aðrir. En það varð ljóst fljótlega að það var ekkert af starfsfólki í leik- eða grunnskólanum sem var í hættu,“ segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, eftir aðgerðir lögreglu og sérsveitar í bænum.

„Það kom aldrei upp sú staða að við þyrftum að fara að loka skólunum í bænum,“ segir Jón Páll.

Aðgerðirnar voru samkvæmt heimildum mbl.is tengdar foreldri barna í bænum. Önnur tenging var ekki við skólann en lögregla fór meðal annars í leik- og grunnskóla í bænum í aðgerðum sínum.

Jón Páll segir að eðlilega hafi sumum verið brugðið við að sjá sérsveitina í bænum. Hins vegar einkenndi yfirvegun aðgerðir lögreglu og því upplifunin ekki sú að mikil hætta væri á ferð.

„En við erum ánægð með að vafinn hafi legið hjá íbúum í Bolungavík og ég vil nota tækifærið og hrósa lögreglu fyrir þeirra framkomu og fumlaus viðbrögð,“ segir Jón Páll.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert