Forseta Íslands boðið á viðburð Kvennanefndar SÞ

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands.
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands. mbl.is/Karítas

Halla Tóm­as­dótt­ir for­seti Íslands tek­ur þátt í viðburði í tengsl­um við ár­leg­an kvenna­nefnd­ar­fund Sam­einuðu þjóðanna sem stend­ur nú yfir.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá for­seta­skrif­stof­unni.

Um er að ræða 69. fund kvenna­nefnd­ar­inn­ar. Höfuðáhersl­an er á end­ur­skoðun og mat á fram­kvæmd Pek­ings­átt­mál­ans sem markaði kafla­skil í rétt­inda­bar­áttu kvenna þegar hann var ein­róma samþykkt­ur af aðild­ar­ríkj­um SÞ árið 1995.

Að því til­efni hef­ur Am­ina J. Mohammed, vara­fram­kvæmda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna, boðið for­seta Íslands að taka þátt í hliðarviðburði fund­ar­ins. Viðburður­inn ber heitið Women Rise for All: Turn­ing Hope into Action og fer fram í höfuðstöðvum Sam­einuðu þjóðanna síðdeg­is í dag.

Ræða for­ystu­hlut­verk kvenna

For­seti og vara­fram­kvæmda­stjóri SÞ opna viðburðinn með sam­tali um þróun mála síðustu 30 ár, frá því að Pek­ings­átt­mál­inn var samþykkt­ur.

Umræðunum stýr­ir Jessica Si­bley, for­stjóri banda­ríska tíma­rits­ins TIME. Rætt verður um for­ystu­hlut­verk kvenna til að ná heims­mark­miðum Sam­einuðu þjóðanna um sjálf­bæra þróun (SDGs) fyr­ir árið 2030.

Á morg­un efn­ir fasta­nefnd Íslands hjá Sam­einuðu þjóðunum til há­deg­is­verðar­fund­ar for­seta með sendi­herr­um helstu sam­starfs­ríkja Íslands gagn­vart Banda­ríkj­un­um.

For­seti kem­ur aft­ur til Íslands á fimmtu­dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert