Nokkrir tugir mótmælenda láta nú í sér heyra fyrir utan Hverfisgötu 4 þar sem ríkisstjórnin fundar.
Mótmælin eru á vegum félagsins Ísland-Palestínu og er þess krafist að ríkisstjórnin ræði stöðuna á Gasa á fundinum og að forsætisráðherra eigi frumkvæði að viðræðum við önnur Norðurlandaríki um mögulegar efnahagslegar og pólitískar þvingunaraðgerðir gagnvart Ísrael.
„Frjáls, frjáls Palestína,“ heyrist hrópað.
Þá kalla mótmælendur einnig eftir því að ráðamenn „fordæmi þjóðarmorðið“ og „stöðvi barnamorðið“.
Yfir 300 eru sagðir látnir eftir loftárás Ísraelshers á Gasa-svæðið í nótt.
Ráðgert er að mótmælin standi yfir í um klukkustund í dag.