Krefjast gæsluvarðhalds á einum til viðbótar

Maðurinn var handtekinn í gærkvöldi.
Maðurinn var handtekinn í gærkvöldi. Samsett mynd/mbl.is/Eggert/Sigurður Bogi

Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur lagt fram kröfu fyrir Héraðsdómi Suðurlands að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir sjöunda einstaklingnum í tengslum við rannsókn á manndrápi, fjárkúgun og frelsissviptingu frá því í síðustu viku.

Sá sjöundi var handtekinn í gærkvöldi en alls sitja nú sex í gæsluvarðhaldi vegna málsins.

Hefur lögreglustjórinn einnig lagt fram kröfu um framlengingu gæsluvarðhalds yfir þremur einstaklingum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. 

„Rannsókn málsins miðar vel og nýtur lögreglustjórinn á Suðurlandi aðstoðar frá embættum ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og héraðssaksóknara,“ segir í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert