Loka fyrir kalt vatn í Kópavogi

Kópavogur.
Kópavogur. mbl.is/Sigurður Bogi

Lokað verður fyrir kalt vatn í Kópavogi frá klukkan 22 á fimmtudagskvöld og fram undir morgun.

Lokunin nær til alls Kópavogs fyrir utan Vatnsendahverfi, þ.e. Þing og Hvörf. Sundlaugar Kópavogs munu loka hálftíma fyrr, eða hálftíu.

Þetta kemur fram í tilkynningu bæjarins.

Þar segir að ástæðan fyrir lokuninni sé tenging á nýjum vatnstanki við veitukerfi bæjarins.

Vatnsveita Kópavogs sér Garðabæ fyrir köldu vatni en lokunin hefur ekki áhrif á vatnsöflun til Garðbæinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert