Stór truflun í kerfi Landsnets

Stór truflun var í kerfinu.
Stór truflun var í kerfinu. mbl.is/Sigurður Bogi

Stór truflun varð í kerfi Landsnets nú í kvöld. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir að ekki sé vitað nákvæmlega hvað hafi gerst en að Norðurál hafi leyst út álag og í kjölfarið hafi komið stórt högg á kerfi Landsnets. 

Það varð rafmagnslaust á Vestfjörðum og Austfjörðum um skamma stund. Ekki varð rafmagnslaust í Reykjavík en fólk varð vart við blikk, segir Steinunn.

Hún segir að hvergi sé rafmagnslaust eins og staðan er núna.

Ekki er búið að gera við bilunina, þar sem ekki er ljóst hvaðan hún kom, en í framhaldi verður skoðað hvað hafi farið úrskeiðis. 

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert