Taldi sig og börnin sín í hættu

Aðgerðum er nú lokið.
Aðgerðum er nú lokið. mbl.is

Viðbúnaður lögreglunnar og sérsveitar ríkislögreglustjóra í Bolungarvík í dag var vegna tilkynningar frá einstaklingi sem taldi sér og börnum sínum ógnað af hálfu annars einstaklings. 

Sá sem tilkynnt var um er búsettur erlendis og eftir mikla upplýsingaöflun lögreglunnar á Vestfjörðum í dag var niðurstaðan sú að tilkynnandinn hefði ekki metið aðstæður rétt og sá aðili sem ógn var talin stafa af var ekki á landinu. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. Þar segir að öryggi fjölskyldunnar hafi verið tryggt á meðan leitað var þess aðila sem tilkynnt var um. 

Aðgerðum lögreglunnar lauk síðdegis í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert