Umferðarslys þriggja ökutækja varð rétt austan við Selfoss í dag.
Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi, segir tildrög slyssins enn óljós en fimm aðilar hafi verið fluttir til skoðunar á heilbrigðisstofnun.
Þá segir hann útlit fyrir að meiðsli séu minniháttar og aðallega sé um eignartjón að ræða.
Vinna við vettvang stendur yfir.