Ekki fékkst leyfi til að rífa Hvítabandið

Glæsileg bygging sem setur mikinn svip á Skólavörðustíginn.
Glæsileg bygging sem setur mikinn svip á Skólavörðustíginn. Ljósmynd/Ríkiskaup

Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur hafnað beiðni um leyfi til að rífa hús Hvítabandsins við Skólavörðustíg og endurbyggja með sama útliti.

Leggur skipulagsfulltrúinn til að eigandinn skoði hvað hægt sé að gera til að halda húsinu og finna því einhverja starfsemi sem krefst ekki niðurrifs.

Eins og fram kom í frétt Morgunblaðsins 6. mars sl. sendu eigendur hússins á Skólavörðustíg 37, sem jafnan er kennt við Hvítabandið, fyrir­spurn til borgarinnar um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Í henni fólst að rífa húsið og endurbyggja með sama útliti en nýrri útfærslu á kvistum.

Hvítabandið byggði húsið

Húsið er byggt 1932-1933, teiknað af Arinbirni Þorkelssyni húsasmíðameistara. Það er 1.065 fermetrar að stærð, þrílyft með kjallara, risi, stórum hornkvisti og þremur gluggakvistum. Hvítabandið reisti húsið og þar var starfrækt sjúkrahús um árabil.

Ríkið eignaðist húsið og auglýsti það til sölu árið 2023. Kaupandi var félagið SK37 en stjórnarformaður er Lýður Guðmundsson athafnamaður, ­kenndur við Bakkavör. Samkvæmt frétt í Viðskiptablaðinu var kaupverðið 496 milljónir króna.

Eigandinn ætlaði að breyta notkun eignarinnar þannig að á fyrstu hæð ásamt kjallara yrðu innréttaðir veitingastaðir og á 2. hæð listagallerí. Á þriðju og fjórðu hæð yrðu innréttaðar íbúðir.

Nánari umfjöllun má finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert