Héraðsdómur Suðurlands hefur fallist á kröfu lögreglustjórans á Suðurlandi um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir þremur einstaklingum vegna rannsóknar lögreglunnar á meintri fjárkúgun, frelsissviptingu og manndrápi frá því í síðustu viku.
Einnig féllst dómurinn á kröfu lögreglustjórans um gæsluvarðhald yfir einum einstaklingi til viðbótar og sæta því sjö einstaklingar gæsluvarðhaldi vegna málsins.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.