Jón Gnarr vill parruk en Jónína á móti gallabuxum

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 3:42
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 3:42
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Jón­ína Björk Óskars­dótt­ir, ald­urs­for­seti Alþing­is seg­ir ekk­ert nema sjálfsagt að fólk sé skikk­an­legt til fara í þingsal. Hún vill að karl­menn gangi með hálstau.

Þetta kem­ur fram í viðtali við hana og Ingvar Þórodds­son, yngsta alþing­is­mann­inn, á vett­vangi Spurs­mála.

Parruk eða lausa­hár

Þar er rætt um klæðaburð alþing­is­manna og meðal ann­ars er komið inn á þá skemmti­legu hug­mynd Jóns Gn­arr að þing­menn verði skikkaðir til þess að klæðast hár­koll­um eða parruki auk skikkja.

Nokk­ur umræða hef­ur spunn­ist um klæðaburð þing­manna að und­an­förnu, ekki síst eft­ir að sú at­huga­semd var gerð við fyrr­nefnd­an Jón að hann skyldi ekki klæðast galla­bux­um í þingsal.

Ekki sama Jón og sr. Jón

Nefn­ir Jón­ína að aðrir hafi kom­ist upp með að klæðast ein­mitt galla­bux­um í þingsal án þess að hafa hlotið vít­ur fyr­ir.

Þrátt fyr­ir þetta má full­yrða að klæðaburður í þingsal hafi batnað tals­vert að und­an­förnu, ekki síst eft­ir að Pírat­ar duttu út af þingi. Einn full­trúi þeirra, Björn Leví Gunn­ars­son, stundaði það að spíg­spora um þingsal á sokka­leist­un­um, eins og að ekk­ert væri sjálf­sagðara.

Nefn­ir Ingvar að fleiri um­gengn­is­regl­ur séu til staðar í þing­inu. Þannig megi ekki drekka kaffi í þingsal. Virðist það reyna nokkuð á kof­f­einþol þing­manns­ins sem fyr­ir vikið sit­ur tals­vert í hliðarsöl­um meðan hann hlýðir á koll­ega sína flytja mergjaðar ræður um flest það sem fyr­ir­finnst und­ir sól­inni.

Viðtalið við Jón­ínu og Ingvar má sjá og heyra í heild sinni í spil­ar­an­um hér að neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert