Mál vararíkissaksóknara í vinnslu

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari.
Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari. mbl.is/Hallur Már

„Það mál er enn til vinnslu hér í dómsmálaráðuneytinu og það er ekkert meira um það að segja að svo stöddu,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við Morgunblaðið.

Hún var spurð um stöðu mála hvað varðar ástandið hjá embætti ríkissaksóknara, en Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur nú um alllanga hríð afþakkað starfskrafta Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara og ekki falið honum nein verkefni til úrlausnar.

Skömmu fyrir síðustu jól birti ríkissaksóknari tilkynningu þess efnis að hún mæti það sem svo að Helga Magnús skorti almennt hæfi til að gegna embætti vararíkissaksóknara og hún myndi þ.a.l. ekki úthluta honum neinum verkefnum.

Nánari umfjöllun má finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert