Örfáir smáskjálftar hafa fylgt skjálftanum sem mældist klukkan 8.21 í Bárðarbungu í morgun og var 4,2 að stærð.
Engar tilkynningar hafa borist um að stóri skjálftinn hafi fundist í byggð.
Þetta segir Kristín Elísa Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands.
„Það er búið að vera rólegt,“ segir hún í samtali við mbl.is.
Á Reykjanesskaganum er staðan óbreytt. Níu skjálftar hafa mælst yfir Sundhnúkagígaröðinni frá miðnætti.
Landrisið heldur áfram en þó á litlum hraða.