Rusl höfuðborgarbúa minnkar verulega á milli ára

„Lífræni úrgangurinn fer í gas- og jarðgerðarstöðina GAJU en helsti …
„Lífræni úrgangurinn fer í gas- og jarðgerðarstöðina GAJU en helsti ávinningurinn af því að vinna matarleifar í GAJU er verulegur samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda.“ mbl.is/Þorsteinn

Höfuðborg­ar­bú­ar hafa minnkað veru­lega það magn sem þeir henda í ruslið síðustu ár.

Magnið af því sem hver ein­stak­ling­ur hend­ir af mat­ar­leif­um, papp­ír, plasti og blönduðum úr­gangi fór úr 224 kg á mann árið 2020 niður í 187 kg árið 2024. Ef ein­ung­is er horft til blandaða úr­gangs­ins fór hann úr 173 kg á mann niður í 99 kg.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu Sorpu. Þar seg­ir að fólk hafi tekið fjór­flokk­un­inni vel.

Þegar sam­setn­ing úr­gangs í blönduðum úr­gangstunn­um var skoðuð kom í ljós að mat­ar­leif­ar höfðu farið úr 60 kg á mann árið 2022 niður í tæp 18 kg á síðasta ári. Plast fór úr tæp­um 22 kg niður í rúm 13 kg á mann á sama tíma­bili og papp­ír­inn fór úr tæp­um 13 kg niður í tæp 8 kg.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að 98% í mat­ar­leifa­tunn­un­um sé rétt flokkað.

„Líf­ræni úr­gang­ur­inn fer í gas- og jarðgerðar­stöðina GAJU en helsti ávinn­ing­ur­inn af því að vinna mat­ar­leif­ar í GAJU er veru­leg­ur sam­drátt­ur í los­un gróður­húsaloft­teg­unda.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert