Skilur afstöðu peninganefndar til vaxtalækkana

Daði Már Kristóferrsson fjármálaráðherra segir ákveðin óveðursský vera í alþjóðaviðskiptum, …
Daði Már Kristóferrsson fjármálaráðherra segir ákveðin óveðursský vera í alþjóðaviðskiptum, sem þurfi að sjá hvernig muni þróast. mbl.is/Karítas

Daði Már Kristó­fers­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, seg­ist skilja að pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabanka Íslands taki var­fær skref, en ákveðið var að lækka stýri­vexti um 0,25 pró­sent­ur. Verða meg­in­vext­ir bank­ans því 7,75%.

Spurður hvernig hann met­ur stöðuna og fram­haldið seg­ir Daði:

„Það er auðvitað mjög ánægju­legt að vext­ir séu áfram að lækka. Auðvitað von­ar fjár­málaráðherra alltaf að það geti gerst hraðar, en ég skil mjög vel af­stöðu pen­inga­stefnu­nefnd­ar – það eru svona ákveðnar vís­bend­ing­ar um að verðbólga muni verða vanda­mál eitt­hvað áfram og þess vegna skil ég að þau taki var­fær skref.

Líka vegna þess að það eru ákveðin svona óveðurs­ský get­um við sagt í alþjóðaviðskipt­um, sem við þurf­um aðeins að sjá hvernig muni þró­ast. Fyrst og fremst er ég mjög ánægður með að við séum áfram á þess­ari veg­ferð.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert