Nokkrir skjálftar hafa mælst í Bárðarbungu í morgun. Stærsti skjálftinn var 4,2 að stærð og mældist hann klukkan 8.21.
Sá næststærsti kom stuttu áður og var sá 2,9 að stærð.
Fleiri minni skjálftar hafa mælst í jöklinum.
Í tilkynningu Veðurstofunnar segir að engar tilkynningar hafi borist Veðurstofunni um að skjálftar hafi fundist í byggð.
„Skjálftar af þessari stærð eru vel þekktir í Bárðarbungu, en síðast urðu skjálftar af svipaðri stærð í janúar síðastliðnum.“