Borgarstjórn samþykkti í gær að vísa tillögu Sjálfstæðisflokks um skipulagningu framtíðaríbúðasvæðis í Geldinganesi til umhverfis- og skipulagsráðs.
Einar Sveinbjörn Guðmundsson, borgarfulltrúi Flokks fólksins, lýsti stuðningi við tillöguna, en samþykkti hana þó ekki.
„Fyrirliggjandi tillaga byggist á ákveðinni framsýni, en við teljum mikilvægt að huga að framtíðarbyggð á Geldinganesi samhliða skipulagi Sundabrautar,“ segir Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins við Morgunblaðið.
Nánari umfjöllun má finna í Morgunblaðinu í dag.