Varnir héldu „sem betur fer“

Mikið högg kom á kerfi Landsnets.
Mikið högg kom á kerfi Landsnets. mbl.is/​Hari

Yfir 600 Megavött (MW) fóru út á augabragði, sem telst gríðarlega stórt högg á flutningskerfið, þegar eldur kom upp í álveri Norðuráls á Grundartanga í gær. 

Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir að „sem betur fer“ hafi varnir haldið.

Skammvinnt rafmagnsleysi fyrir vestan 

Þannig skipti flutningskerfið sér upp í Blöndu á Hólum. Enginn notandi varð rafmagnslaus á því svæði utan spennir Rarik á Teigarhorni á Austurlandi leysti út og leysti Mjólkárlína 1 líka út og við það einangruðust Vestfirðir frá flutningskerfinu. Varaaflsvélar í Bolungarvík fóru í gang og rafmagnsleysi á norðanverðum Vestfjörðum varð skammvinnt á meðan þær voru að ræsa sig í gang. Sunnanverðir Vestfirðir urðu ekki fyrir rafmagnsleysi en skerðanlegir notendur duttu út.

Íbúar víða um land urðu varir við spennuhöggið í formi blikks á ljósum. Ekkert rafmagnsleysi varð á höfuðborgarsvæðinu við truflunina.

Engar frekari tjónatilkynningar 

„Það gekk vel að koma á rafmagni aftur og álverið var komið í starfsemi í gærkvöldi. Norðurálslína 1 er úti og hún bíður viðgerðar í dag,“ segir Steinunn. Að sögn Steinunnar hafa engar tjónatilkynningar borist ef undan er skilin skemmdin á Norðurálslínu 1. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert