Fjögurra bíla árekstur varð á Vesturlandsvegi um hálf tólf leytið í dag. Slökkvilið, lögregla og sjúkrabílar komu á slysstað. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu virðast meiðsli fólks í slysinu minniháttar.
Einn bílanna valt í hálfhring og lá á þakinu þegar viðbragðsaðilar komu á svæðið.