Hitafundur í Grafarvogi

Frá fundinum í kvöld.
Frá fundinum í kvöld. mbl.is/Eyþór

„Það var haldinn kynningarfundur um mál sem borgaryfirvöld fengu mjög skýr skilaboð um frá íbúum fyrir jólin, einhver hjá borginni fékk þá hugmynd að byggja á grænu svæðunum í Grafarvogi,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins um íbúafund sem haldinn var í Grafarvogi í kvöld um skipulagsmál.

Tillögurnar sem ræddar voru á fundinum segir Guðlaugur hafa verið sömu tillögur og kynntar voru í fyrra með „smá snurfusi“.

Gríðarlegur fjöldi

„Það var gríðarlegur fjöldi sem mætti á fundinn til að mótmæla þessum tillögum. Fólk átti að horfa á einhverja skjái og tala við starfsmenn borgarinnar um hvert svæði fyrir sig og það var enginn stemmning fyrir því. Það voru þrír fylgjandi þessu aðrir voru á móti og allir mættir til að mótmæla þessu,“ segir Guðlaugur.

Guðlaugur segir mikinn hita hafa verið í fundargestum.
Guðlaugur segir mikinn hita hafa verið í fundargestum. mbl.is/Eyþór

Hann segir skilaboðin hafa verið mjög skýr, jafn skýr og þau voru fyrir jól. „Fólk flutti í Grafarvoginn af ástæðu, það býr ekki í Grafarvogi af neinni neyð, þetta er val og því fylgja mikil lífsgæði, þetta var kynnt sem fullbyggt svæði. Það eru köld skilaboð framan í alla íbúa hverfisins þegar menn ganga fram með þessum hætti. Fólk vill hafa grænu svæðin áfram græn,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.

Guðlaugur segir þrjá hafa verið fylgjandi tillögunum, aðrir hafi verið …
Guðlaugur segir þrjá hafa verið fylgjandi tillögunum, aðrir hafi verið mótfallnir. mbl.is/Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert