Jón kjörinn formaður og Margrét varaformaður

Ný forysta sambandsins.
Ný forysta sambandsins. Samsett mynd

Jón Björn Hákonarson hefur verið kjörinn formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) og tekur hann við af Heiðu Björgu Hilmarsdóttur sem sagði af sér. Margrét Sanders hefur verið kjörin varaformaður. 

Þetta herma heimildir mbl.is en þetta var ákveðið á stjórnarfundi SÍS sem lauk fyrir skömmu.

Jón Björn er Framsóknarmaður og er forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð. Á þessu kjörtímabili hefur hann verið varaformaður SÍS.

Margrét Sanders er í stjórn SÍS og er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.

Landsþing í dag

Stjórn SÍS hafði það verkefni að skipta með sér verkum innan stjórnar eftir að Heiða sagði af sér. 

Landsþing SÍS fór fram í dag og í kjölfar þingsins þá fundaði stjórnin. Fundi lauk á sjötta tímanum í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert