Maðurinn sem fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar hét Hjörleifur Haukur Guðmundsson. Hjörleifur var búsettur í Þorlákshöfn og var 65 ára er hann lést.
Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur lagt fram kröfur fyrir Héraðsdómi Suðurlands um framlengingu gæsluvarðhalds yfir tveimur einstaklingum vegna rannsóknar á meintri fjárkúgun, frelsissviptingu og manndrápi. Alls sitja sjö í gæsluvarðhaldi vegna málsins.