Stórtæk áform við Alviðruhamra

Fyrir utan bryggjuna er svo ráðgert að gera um eins …
Fyrir utan bryggjuna er svo ráðgert að gera um eins kílómetra langan brimvarnargarð til að skýla fyrir öldugangi og þarf um þrjár milljónir rúmmetra af efni í gerð hans. Teikning/Efla og EP Power Minerals ehf.

Fyrirtækið EP Power Minerals Iceland ehf. hyggst reisa hafnarmannvirki við Alviðruhamra á Mýrdalssandi vegna fyrirhugaðs útflutnings á vikri frá efnistökusvæði á Háöldu við Hafursey. Hafa rannsóknir leitt í ljós að raunhæfur möguleiki sé á að byggja upp og reka viðlegukant við Alviðruhamra á suðurströnd landsins.

Kemur fram í matsáætlun vegna umhverfismats að gert er ráð fyrir að gerð verði rörabryggja sem nái um tvo kílómetra út í sjó og reistur um 200 metra langur viðlegukantur við enda hennar. Með því náist gott dýpi fyrir stór flutningaskip.

Fyrir utan bryggjuna er svo ráðgert að gera um eins kílómetra langan brimvarnargarð til að skýla fyrir öldugangi og þarf um þrjár milljónir rúmmetra af efni í gerð hans.

Fram kemur í kynningu á þessum áætlunum að talið er að með styttri flutningsleið en áður var ráðgert og sérhannaðri bryggju verði hægt að flytja út a.m.k. fimm milljónir tonna árlega. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert