Þúsundir vottorða í forræðishyggju

Hér á landi eru stífar reglur um ökuréttindi aldraðra.
Hér á landi eru stífar reglur um ökuréttindi aldraðra. mbl.is/Sigurður Bogi

Ökuskírteini eldri borgara gilda í skemmri tíma á Íslandi en í nágrannalöndum, þar sem þau eru oft með 10-15 ára gildistíma eftir 70 ára aldur, en læknisvottorðs er aðeins krafist við sérstakar aðstæður. Hér á landi er gildistími ökuskírteina fjögur ár við 70 ára aldur, styttist í þrjú ár við 71 árs aldur, tvö ár við 72 ára og aðeins eitt ár fyrir þá sem eru 80 ára og eldri.

Til að endurnýja ökuleyfið sitt þurfa eldri borgarar að sækja um slíkt hjá sýslumanni og framvísa læknisvottorði.

Ingvar Þóroddsson þingmaður Viðreisnar vakti athygli á þessu í ræðu sinni á Alþingi fyrr í vikunni. Í samtali við Morgunblaðið segir hann auðveldlega hægt að spara með því að hætta að setja eldra fólk í þá stöðu að þurfa að sanna fyrir samfélaginu að það sé ekki hættulegt. „Það eru þúsundir læknisvottorða, hundruð klukkustunda og fjármagn sem fer í íslenska forræðishyggju í garð eldri borgara,“ segir Ingvar, sem er yngsti þingmaðurinn á Alþingi. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert