Merki eru um að umsvif á fasteignamarkaði hafið aukist á síðustu vikum en íbúðum sem teknar voru af söluskrá fjölgaði hratt í febrúar.
Þannig voru um helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá fyrstu tvo mánuði ársins samanborið við sama tímabil árin 2022 og 2023.
Fasteignamarkaðurinn var óvenju virkur í janúar miðað við þann árstíma en rúmlega 700 kaupsamningar voru þinglýstir á laninu öllu.
Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
„Á lánamarkaði eru vísbendingar um aukna ásókn í óverðtryggð lán samhliða lægri vöxtum á slíkum lánum. Uppgreiðslur heimila á slíkum lánum að frádreginni nýrri lántöku námu 6,1 milljarði króna og hafa þær ekki verið minni frá miðju ári 2023,“ segir í skýrslunni.
Þar kemur einnig fram að á byggingamarkaði hafi margar nýjar íbúðir komið á fasteignamarkað í byrjun árs. Samanlagt hafi 585 íbúðir komið á markað í janúar og febrúar. Á sama tíma í fyrra var fjöldinn 425.