Árni segir að málin hafi skýrst betur

Árni Helgason.
Árni Helgason. Ljósmynd/Aðsend

Árni Helgason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem tísti um samskipti Ásthildar Lóu Þórsdóttur og í yfirlýsingu forsætisráðuneytisins í gærkvöldi segir að málin hafi skýrst betur þegar á kvöldið leið og í morgun.

Segir hann að furðu hafi vakið að barnamálaráðherra hafi verið kominn með upplýsingar um símanúmer og heimilisfang konu sem hafði ekki gert annað en að óska eftir fundi.

Þá sé ákveðin missögn milli yfirlýsingar forsætisráðuneytisins annars vegar og orða ráðherrans hins vegar, en í yfirlýsingunni segi að aðstoðarmaður forsætisráðherra hafi komið upplýsingum áleiðis til aðstoðarmanns barnamálaráðherra, þegar ráðherrann sjálf segist hafa fengið þessar upplýsingar beint frá aðstoðarmanni forsætisráðherra.

Að sama skapi sé sérstakt að forsætisráðuneytið hafi ekki veitt konunni umbeðinn fund þrátt fyrir að upplýsingar um erindið hafi verið komnar fram fyrir viku síðan en sama kona mátt búa við það á meðan að ráðherrann hafi ítrekað hringt í hana og verið mætt heim til hennar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert