BBC fjallar um mál Ásthildar Lóu

Skjáskot/BBC

Breska ríkisútvarpið BBC fjallar í dag um afsögn Ásthildar Lóu Þórsdóttur sem mennta- og barnamálaráðherra á vef sínum í dag.

Málið, sem augljóslega hefur vakið mikla athygli og umtal hérlendis er því farið að vekja heimsathygli.

Áfram á Alþingi

Í umfjöllun BBC er málið rakið nokkuð ítarlega eftir fréttum héðan frá Íslandi og þá er tekið fram að ólöglegt sé að hafa samræði við einstakling undir 18 ára aldri.

Kennurum, leiðbeinendum, þeim sem sjá fyrir fjárhagslega eða eru yfirmenn barna yngri en 18 ára geti beðið allt að þriggja ára fangelsisvist vegna slíks samræðis.

Þá er tekið fram í umfjöllun BBC að Ásthildur Lóa ætli sér áfram að sitja á Alþingi.

Sagan berst vestur um haf

Bandaríski miðillinn New York Post fjallar um málið, rekur það ágætlega og hefur ummæli eftir bæði Áshildi Lóu og Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra.

Skjáskot/New York Post

Í sænskum miðlum

Hið sænska Aftonbladet slær fréttinni einnig upp og er hún í flokki mest lesnu frétta á miðlinum í dag.

Segir miðillinn að skandallinn skeki nú landið.

Skjáskot/Aftonbladet
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert