Flutningabíl var ekið á hæðarslá við sunnan-munna Hvalfjarðarganga um hádegisbil í dag.
Yfir stendur viðgerð sem reiknað var með að tæki um 15 mínútur og göngunum haldið lokuðum á meðan.
Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er þetta ekki óvanalegt og snúist um lítillega viðhaldsvinnu.
Festa þarf slána aftur upp í festingarnar en hún lyfitst upp úr þeim.
Uppfært: Búið er að opna göngin á ný.