Hefur skaðað ríkisstjórnina

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar. mbl.is/Eyþór

Mál Ásthild­ar Lóu Þórs­dótt­ur, frá­far­andi mennta- og barna­málaráðherra, hef­ur skaðað rík­is­stjórn­ina að ein­hverju leyti. Þetta seg­ir Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, ut­an­rík­is­ráðherra og formaður Viðreisn­ar. Seg­ir hún að það lýsi samt rík­is­stjórn­inni best og Ásthildi Lóu að strax hafi verið brugðist við og hún sagt af sér vegna máls­ins.

Fjöldi er­lendra fjöl­miðla hef­ur birt frétt­ir af mál­inu í dag og var frétt­in meðal ann­ars á meðal mest lesnu frétta dags­ins á vef BBC.

Ásthild­ur sagði af sér í gær eft­ir að greint var frá því að hún hefði átt sam­ræði við 15 ára dreng þegar hún var sjálf 22 ára göm­ul, fyr­ir 35 árum síðan. Eignaðist Ásthild­ur barn þeirra, en í um­fjöll­un Rúv um málið var jafn­framt sagt að Ásthild­ur hefði tálmað aðgengi föður­ins að barn­inu. Hef­ur Ásthild­ur síðan þá sent frá sér yf­ir­lýs­ingu og sagt sína hlið máls­ins og þar á meðal sagt áhuga föður­ins á upp­eld­inu hafa verið lít­inn.

Mestu máli skipt­ir hvernig brugðist var við

Á blaðamanna­fundi odd­vita rík­is­stjórn­ar­inn­ar fyr­ir skömmu sagði Þor­gerður að þetta væri ekki besta málið sem gat komið fyr­ir rík­is­stjórn­ina, sem nú hef­ur setið í um þrjá mánuði. „En mestu skipti hvernig brugðist er við,“ bætti hún við.

Í kjöl­farið var Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra spurð út í rík­is­stjórn­ar­sam­starfið, nú þegar hvert vand­ræðamálið hefði komið á eft­ir öðru sem tengd­ist Flokki fólks­ins. Sagði Kristrún að af­sögn Ásthild­ar hefði ekk­ert með rík­is­stjórn­ina eða vinnu henn­ar að gera, held­ur væri það vegna per­sónu­legs máls sem hefði átt sér stað fyr­ir 35 árum síðan. „Auðvitað vont mál, en teng­ist ekk­ert störf­um okk­ar.“

Sagði Kristrún að hún teldi að fólk ætti ein­mitt að treysta þess­ari rík­is­stjórn fyr­ir að bregðast rétt við og sagði að aðeins nokkr­um klukku­stund­um eft­ir að hún hefði fengið staðfest­ingu á sann­leiks­gildi frá­sagn­ar­inn­ar hafi Ásthild­ur ákveðið að segja af sér. Rétt er þó að nefna að for­sæt­is­ráðuneyt­inu barst er­indi í síðustu viku með beiðni um fund með for­sæt­is­ráðherra sem mennta- og barna­málaráðherra mætti einnig sitja. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um ráðuneyt­is­ins kom ekk­ert fram í er­ind­inu um hvað málið sner­ist, ekki fyrr en óskað var frek­ari upp­lýs­inga.

Tók Kristrún jafn­framt fram að með brott­hvarfi Ásthild­ar væri verið að passa upp á störf rík­is­stjórn­ar­inn­ar og að per­sóna ráðherra væri ekki að þvæl­ast fyr­ir stjórn­un lands­ins.

Formenn ríkisstjórnarflokkanna á fundinum í dag.
For­menn rík­is­stjórn­ar­flokk­anna á fund­in­um í dag. mbl.is/​Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert