Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af þó nokkrum ökumönnum í gær sem voru ýmist grunaðir um ölvunarakstur eða akstur undir áhrifum fíkniefna.
Þá voru einhverjir án ökuréttinda eða að keyra of hratt.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.
Tilkynnt var um tvö umferðarslys, eitt í Árbæ og hitt í Kópavogi. Minniháttarmeiðsli urðu á fólki.
Þá var tilkynnt um líkamsárás í Árbæ. Árásarmaðurinn er sagður ókunnur.