Stunguárás var framin á Ingólfstorgi um klukkan 23 og í kjölfarið voru tveir fluttir á sjúkrahús.
Þetta segir Agnes Eide Kristínardóttir, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is en Vísir greindi fyrst frá.
Hún segir að samkvæmt fyrstu upplýsingum þá sé um stunguárás að ræða. Tveir voru fluttir á sjúkrahús en Agnes kveðst ekki geta sagt til um ástand þeirra.
Lárus Steindór Björnsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við mbl.is að þrír sjúkrabílar hafi verið sendir á vettvang.
Agnes segir ekki hvort að einhverjir hafi verið handteknir en að viðbragð lögreglu sé mikið á vettvangi.
„Þetta er í miðborginni þar sem er fullt af fólki á ferðinni. Að sjálfsögðu er mikið viðbragð, það segir sig sjálft,“ segir Agnes.
Fréttin hefur verið uppfærð.